Hringja símtal
Mikilvægt: Ef tækinu hefur verið læst skal færa inn
lykilnúmer til að gera símaaðgerðina virka. Þegar tækið er
læst kann að vera hægt að hringja í opinbera
neyðarnúmerið. Til að hægt sé að hringja neyðarsímtal í
ótengdu sniði eða þegar tækið er læst þarf tækið að þekkja
númerið sem opinbera neyðarnúmerið. Ráðlegt er að
skipta um snið eða taka tækið úr lás með því að færa inn
lykilnúmerið áður en neyðarsímtal er hringt.
Til að hringja slærðu inn símanúmerið, ásamt
svæðisnúmeri, og ýtir á hringitakkann.
Ábending: Til að hringja til útlanda skaltu setja inn
plúsmerkið (+) í stað alþjóðlega svæðisnúmersins,
sláðu því næst inn landsnúmerið og svæðisnúmerið
(slepptu 0 í upphafi ef með þarf) og svo
símanúmerið.
Til að ljúka símtali eða hætta við að hringja ýtirðu á hætta-
takkann.
30
Til að hringja í vistaða tengiliði velurðu
Tengiliðir
í
biðstöðu. Sláðu inn fyrstu stafina í nafninu, flettu að
nafninu og ýttu á hringitakkann.
Sjá
„Tengiliðir“, bls. 39.
Til að hringja símtal með notkunarskránni ýtirðu á
hringitakkann til að sjá síðustu númerin sem þú hringdir
í eða reyndir að hringja í (allt að 20 númer). Flettu að
númerinu eða nafninu sem þú vilt hringja í og ýttu á
hringitakkann.
Sjá „Notkunarskrá “, bls. 38.
Notaðu hljóðstyrkstakkana til að stilla hljóðstyrk símtals í
gangi.
Til að skipta úr venjulegu símtali yfir í myndsímtal velurðu
Valkostir
>
Skipta yfir í myndsímtal
. Tækið slítur þá
raddsímtalinu og hefur myndsímtal við viðtakandann.