Myndsímtöl
Til að geta hringt myndsímtal þarftu að vera innan
þjónustusvæðis UMTS-símkerfis. Símafyrirtækið þitt eða
þjónustuveitan gefa upplýsingar um framboð og áskrift að
myndsímtölum. Þegar þú ert með símtal í gangi geturðu
séð rauntíma hreyfimynd milli þín og viðtakandans, ef
hann er með samhæfan farsíma. Viðtakandi þinn sér þá
hreyfimynd sem myndavélin í tækinu þínu tekur. Aðeins
er hægt að koma á myndsímtali við einn aðila í einu.