Innrauð tenging
Ekki má beina innrauðum (IR) geisla að augum eða láta
hann trufla önnur innrauð tæki. Þetta tæki er leysitæki í
flokki 1 (Class 1 laser product).
Innrauð tenging er notuð til að tengja saman tvö tæki og
flytja gögn á milli þeirra. Hægt er að flytja gögn eins og
nafnspjöld, dagbókaratriði og skrár milli samhæfra tækja
um innrauða tengingu.
1. Gakktu úr skugga um að innrauð tengi tækjanna snúi
hvort að öðru. Staðsetning tækjanna er mikilvægari en
hornið eða fjarlægðin á milli þeirra.
2. Veldu
Valmynd
>
Tengingar
>
Innrauð
til að
kveikja á innrauðu tengi tækisins.
3. Kveiktu svo á innrauðu tengingunni á hinu tækinu og
bíddu í augnablik þar til innrauðu tengingunni hefur
verið komið á.
4. Finndu skrána í forriti eða skráastjóranum og veldu
Valkostir
>
Senda
>
Með IR
.
Ef gagnasending hefst ekki innan mínútu eftir að kveikt
hefur verið á innrauða tenginu er slökkt á tengingunni.
Allir hlutir sem eru mótteknir um innrautt tengi eru fluttir
í möppuna Innhólf í Skilaboð.
Þegar tækin eru of langt frá hvoru öðru rofnar tengingin
á milli þeirra. Þegar það gerist lýsir innrauði geislinn áfram
á tækinu þínu þar til slökkt er á tengingunni.