Uppsetning á tölvupósti
Með póstuppsetningunni geturðu sett upp
fyrirtækjapósthólfið þitt, t.d. Microsoft Outlook eða
Microsoft Exchange, og netpóstreikninginn þinn, t.d.
Gmail.
1. Til að ræsa póstuppsetningu ferðu í virka biðskjáinn,
flettir að póstuppsetningunni og ýtir á skruntakkann.
2. Færðu inn tölvupóstfangið þitt og lykilorð. Ef
uppsetningin getur ekki stillt tölvupóstinn sjálfkrafa
þarftu að velja gerð tölvupósthólfsins og færa inn
tengdar pósthólfsstillingar.
Ef tækið inniheldur auka tölvupóstbiðlara, eru þeir boðnir
þér þegar þú ræsir póstuppsetninguna.
Þegar þú setur upp pósthólfið gæti verið beðið um
eftirfarandi upplýsingar:
• Notandanafn
• Gerð tölvupósts
• Miðlari móttekins pósts
• Gátt miðlara fyrir móttekinn póst
• Miðlari sends pósts
• Gátt miðlara fyrir sendan póst
• Lykilorð
• Aðgangsstaður
Ef þú ert að setja upp fyrirtækjapóstinn þinn skaltu hafa
samband við tölvudeild fyrirtækisins þíns til að fá frekari
upplýsingar. Ef þú ert að setja upp tölvupóstinn þinn skaltu
fara á vefsíðu tölvupóstveitunnar þinnar til að fá frekari
upplýsingar.