Tengst við ytra pósthólf
Tækið þitt sækir ekki sjálfkrafa tölvupóst sem sendur er til
þín heldur er hann geymdur í ytra pósthólfinu þínu. Til að
geta lesið tölvupóstinn þinn þarftu fyrst að tengjast ytra
pósthólfinu og velja svo tölvupóstinn sem þú vilt flytja yfir
í tækið þitt.
1. Til að hlaða tölvupósti niður í tækið og skoða hann án
tengingar skaltu velja pósthólfið í aðalskjá skilaboða.
49
Þegar tækið birtir spurninguna
Tengjast pósthólfi?
skaltu velja
Já
.
2. Sláðu inn notandanafn þitt og lykilorð ef beðið er um
það.
3. Veldu
Valkostir
>
Sækja tölvupóst
>
Nýjan
til að
sækja nýjan tölvupóst sem þú hefur hvorki lesið né sótt
áður,
Valinn
til að sækja aðeins tölvupóst sem hefur
verið valinn í ytra pósthólfinu og
Allan
til að sækja
allan þann tölvupóst sem hefur ekki verið sóttur áður.
4. Til að vinna með tölvupóstinn þegar nettenging er ekki
til staðar og vinna við aðstæður þar sem gagnatenging
er ekki möguleg, skaltu velja
Valkostir
>
Aftengja
til
að tengjast við fjartengda pósthólfið. Allar breytingar
sem þú gerir í möppum í ytra pósthólfinu á meðan
nettenging er ekki til staðar eru framkvæmdar næst
þegar þú tengist og samstillir.