Tölvupóstskeytum
Veldu
Valmynd
>
Skilaboð
>
Pósthólf
.
48
Áður en hægt er að sækja og senda tölvupóst þarf að setja
upp ytri pósthólfsþjónustu. Þessi þjónusta er í boði hjá
netþjónustuveitum, kerfisþjónustuveitum eða
símafyrirtækinu þínu. Tækið þitt uppfyllir netstaðlana
SMTP, IMAP4 (revision 1) og POP3, sem og lausnir söluaðila
fyrir tölvupóst. Aðrar tölvupóstþjónustur kunna að bjóða
upp á aðrar stillingar eða valkosti en þá sem lýst er í þessari
handbók. Hafðu samband við tölvupóstþjónustuna þína til
að fá frekari upplýsingar.
Áður en þú getur sent, tekið á móti, sótt, svarað eða
framsent tölvupóst í tækinu þarftu einnig að gera
eftirfarandi:
• Færa inn stillingar fyrir netaðgangsstað.
Sjá
„Netaðgangsstaðir“, bls. 95.
• Setja upp pósthólf og færa inn réttar stillingar fyrir
tölvupóst. Notaðu pósthólfsleiðbeiningarnar við þetta,
eða tilgreindu pósthólfið handvirkt.
Sjá „Stillingar
pósthólfa“, bls. 58.
Hafðu samband við þjónustuveituna til að fá réttar
stillingar.