Um gervihnattamerki
Ef tækið finnur ekki gervihnattamerki gættu þá að
eftirfarandi atriðum:
• Sértu innanhúss skaltu fara út til að ná betra merki.
• Sértu úti skaltu fara á opnara svæði.
• Slæm veðurskilyrði geta haft áhrif á merkisstyrkinn.
• Það getur tekið allt frá fáeinum sekúndum upp í nokkrar
mínútur að koma á GPS-tengingu.
Staða gervitungla
Til að athuga hvað tækið þitt fann mörg gervitungl og
hvort það tekur á móti gervihnattamerkjum, skaltu velja
Valmynd
>
Verkfæri
>
GPS-gögn
>
Staða
>
Valkostir
>
Staða gervitungla
. Ef tækið hefur fundið
gervitungl birtist stika fyrir hvert þeirra á upplýsingaskjá
gervitungla. Því lengri sem stikan er, því meiri er
styrkurinn. Þegar tækið hefur fengið næg gögn frá
gervitunglinu til að reikna hnit staðsetningarinnar verður
stikan svört.
Tækið verður í upphafi að fá merki frá a.m.k. fjórum
gervitunglum til að geta reiknað hnit staðsetningar
þinnar. Þegar frumútreikningur hefur farið fram er
mögulegt að reikna út hnit fyrir staðsetningu sem þú er á
82
með þremur gervihnöttum. Hins vegar er útreikningurinn
nákvæmar þegar fleiri gervihnettir eru notaðir.