Nokia E51 - Gakktu á áfangastað

background image

Gakktu á áfangastað

Gönguleið er ekki sömu takmörkunum háð og

akstursleiðsögn, t.d. vegna einstefnugatna eða

beygjutakmarkana, og nær yfir svæði eins og göngugötur

og almenningsgarða. Einnig eru göngustígar og minni

vegir í forgangi og hraðbrautum og þjóðvegum sleppt.
Leiðin er sýnd á kortinu og er áttin gefin til kynna með ör.

Litlu punktarnar sýna í hvaða átt þú gengur.
Hámarkslengd gönguleiðar er 50 kílómetrar (31 míla) og

hámarksferðahraði 30 km/klst. (18 mílur/klst.). Ef farið er

hraðar stöðvast leiðsögnin og hún fer ekki af stað aftur fyrr

en farið er niður fyrir hámarkshraða á ný.
Raddleiðsögn er ekki í boði fyrir gönguleiðsögn.
Til að kaupa leyfi fyrir gönguleiðsögn velurðu

Valkostir

>

Aukakostir

>

Ganga

. Leyfið er svæðisbundið og má

aðeins nota á valda svæðinu. Hægt er að greiða fyrir leyfið

með kreditkorti eða í gegnum símreikninginn, ef

þjónustuveitan býður upp á það.

Ábending: Til að prófa leiðsögn í þrjá daga með

ókeypis leyfi skaltu ýta á skruntakkann og velja

Ganga þangað

. Kortaforritið kannar hvort ókeypis

leyfi sé fáanlegt fyrir tækið þitt. Veldu

Í lagi

til að

virkja leyfið. Aðeins er hægt að nota leyfið einu

sinni.

Til að hefja leiðsögn velurðu staðsetningu og svo

Valkostir

>

Ganga þangað

.

Til að finna aðra leið velurðu

Valkostir

>

Önnur leið

.

Til að stöðva leiðsögn velurðu

Valkostir

>

Stöðva

leiðsögn

.