Nokia E51 - Tækinu læst

background image

Tækinu læst

Mikilvægt: Ef tækinu hefur verið læst skal færa inn

lykilnúmer til að gera símaaðgerðina virka. Þegar tækið er

læst kann að vera hægt að hringja í opinbera

neyðarnúmerið. Til að hægt sé að hringja neyðarsímtal í

ótengdu sniði eða þegar tækið er læst þarf tækið að þekkja

númerið sem opinbera neyðarnúmerið. Ráðlegt er að

skipta um snið eða taka tækið úr lás með því að færa inn

lykilnúmerið áður en neyðarsímtal er hringt.
Aðgangur að innihaldi tækisins er hindraður með því að

læsa því í biðskjá. Ýttu á rofann, veldu

Læsa síma

og sláðu

inn læsingarnúmerið. Sjálfgefna læsingarnúmerið er

12345. Til að opna tækið ýtirðu á vinstri valtakkann, slærð

inn læsingarnúmerið og ýtir á skruntakkann.

Læsingarkóðanum er breytt með því að velja

Valmynd

>

Verkfæri

>

Stillingar

>

Almennar

>

Öryggi

>

Sími

og SIM-kort

>

Númer fyrir læsingu

. Sláðu inn gamla

kóðann og síðan nýja kóðann tvisvar. Nýi kóðinn má vera

4-255 stafa langt. Hægt er að nota bæði tölu- og bókstafi

og há- og lágstafi.
Einnig er hægt að læsa tækinu án þess að hafa það við

höndina með því að senda textaskilaboð í það. Kveikt er á

ytri læsingu og texti fyrir skilaboð hennar tilgreindur með

því að velja

Valmynd

>

Verkfæri

>

Stillingar

>

Almennar

>

Öryggi

>

Sími og SIM-kort

>

Leyfa ytri

læsingu

>

. Sláið inn skilaboð ytri læsingar og

staðfestið skilaboðin. Skilaboðin verða að vera a.m.k. 5

stafir að lengd.

Ábending: Ytri læsting læsir einnig minniskortinu.

Minniskorið er opnað með því að velja

Valmynd

>

Verkfæri

>

Minni

>

Valkostir

>

Fjarlægja

lykilorð

og slá skilaboð ytri læsingar inn sem

lykilorð. Ef skilaboðin eru lengri en 8 stafir eru fyrstu

8 stafirnir notaðir sem lykilorð minniskortsins.